Verkleg eðlisfræði - Vor 2015
Seigja vökva:
Fjallað verður um falltilraun Stokes og um seigju vökva almennt.
Skoðuð verður jafna Navier-Stokes og innleidd verður Reynoldstalan og hugtakið seigja. Tilraunin gengur svo
út á það að mæla seigju nokkurra vökva með tveimur aðferðum, falltilraun Stokes og
seigjumæli.
Fyrirlesturinn verður í stofu 112 í VR-I miðvikudaginn 14. janúar 2014 kl. 13:00.
Skýrslu skal skilað ekki síðar en tveimur vikum eftir að tilraun er framkvæmd. Nemendur
skulu nota sniðið sem er gefið fyrir greinar í Journal of Physics: Conference Series, og
hlýta fyrirmælum um hvernig greinum skal skilað í það tímarit í einu og öllu. Skýrslan
skal ekki vera lengri en 6 blaðsíður. Leiðbeiningarnar og sniðið er að finna hér að neðan.
Grein til hliðsjónar
Skýrslugerð:
Fortíðin: