Mælitækni I - Haust 1999
Lýst er eftir nemendum í framhaldsnám. Sérverkefni koma einnig til greina.
Einkunn:
Prófeinkun hefur verið birt. Þeir sem ekki hafa gengið frá aflgjafanum fá ekki einkunn skráða
fyrr en honum er lokið.
Námskeiðslýsing:
Fyrirlestrar:
Tilkynningar:
Athugasemd við 2. dæmi á 6. dæmablaði:
(1) Til að forðast lágtíðni-bjögun skal þess gætt að breidd púlsa sé ekki meiri en tíundi partur af
margfeldi R_i og C_C
(2) Ef ristími vegna R_s C_i á að vera óverulegur þá þarf breidd púls að vera 10t_ro í það minnsta
Í kafla 7 var leiðrétt neðsta jafnan á blaðsíðu 2
Í kafla 10 var leiðrétt jafnvægisskilyrðið fyrir Wein sveifluvakann
Líkön og mælingar:
Fyrir þá sem áhuga hafa á frekari mælitækni vil ég benda á námskeiðið,
09.21.68 Líkön og mælingar
þar sem
farið er í líkön af allra handa hegðan og tölvustýringar á mælitækjum
8. dæmablað:
Lausnin á 8. dæmablaði er komin á bókasafnið
Zener tvistar:
Vegna ítrekaðra spurninga um zener tvista vil ég benda á bókina Microelectronic Circuits
eftir þá Adel S. Sedra og Kenneth C. Smith, 4. útgáfu, bls. 172 - 178.
Þar er ágæt útlistun ásamt
sýnidæmum.
Þetta rit er nú ekki til á bókasafni Háskólans og Þjóðarinnar, fremur en önnur öndvegisrit heimsbókmenntanna,
en ég geri ráð fyrir að það hvíli á hillum flestra alþýðuheimila í vesturborginni.
Þar sem ég geri ráð fyrir að nemendur dvelji öllum stundum í VR-II er ljósrit
af þessum blaðsíðum einnig geymt í möppu á bókasafni.
Nú hef ég bætt við í möppuna ljósriti úr 16. kaflanum í Bell sem fjallar um aflgjafa.
Q-gildi:
Ljósrit af upphafi 8. kafla í Bell, sem fjallar um Q-gildi RC og RL rása hefur verið bætt í möppu.
Þessi atriði eru fremur óljós í glósum mínum.
Bókaskostur:
Vegna lélegs bókakosts Háskólabókasafns hef ég lánað úr einkasafni mínu bókina
An Introduction to Instrumentation and Measurement Systems eftir B.A. Gregory og
er hún á sérhillu.
Farið vel með bókina og alls ekki stela henni.
Próf:
Prófið verður haldið miðvikudaginn 15. desember, kl. 14-17
Dæmablöð:
Skýrslugerð:
Gömul próf: